Nýjustu færslur

Þegar kennari byggir kennsluna á umræðum frekar en fyrirlestri því það gerir kennsluna persónulegri og maður öðlast dýpri skilning á efninu með því að ræða um það við kennarann og samnemendur. 

Einn kennari setur alltaf tímaverkefni í lok kennslustundarinnar sem maður vinnur með öðrum nemendum sem er hvetjandi til þess að mæta og fylgjast vel með í tímum, læra námsefnið jafnt og þétt, og svo er bónus að maður kynnist samnemendum sínum í leiðinni!

Þegar kennarar sýna manni traust og gefa aukið svigrúm til þess sniða verkefni að að eigin áhugasviði innan kennsluefnisins.

Var með kennara sem kom alltaf fram við mann á jafningjagrundvelli, svo það var auðvelt að nálgast hann, og hann veitti manni hvatningu við námið, það er mjög dýrmætt að eiga þannig kennara.

Þegar kennari tengir kennsluefnið við eitthvað sem maður þekkir og kveikir áhugann með því að nota kvikmyndir, tónlist, þætti, hlaðvörp o.s.frv. en þannig verður kennsluefnið skiljanlegra og eftirminnilegra. 

Einn kennari tók oft dæmi í upphafi tímans um ranga hugtakanotkun stjórnmálafólks og nemendur áttu að ræða og reyna að finna hvað væri rangt við þessa hugtakanotkun. Þetta var mjög hjálplegt við skilninginn á þessum hugtökum og beitingu þeirra þar sem að þetta var grunnáfangi.